Goðafoss strandaði við Noreg

17. janúar 2011
Goðafoss var á leið frá Fredrikstad í Noregi til Helsingborg í Svíþjóð þegar hann strandaði á áttunda tímanum í gærkvöldinokkrar sjómílur út af Fredrikstad. Siglingaleiðin á svæðinu er mjög þröng og mikið af skerjum.Ekki er vitað nákvæmlega hvað olli strandinu en skipið situr á skeri.Olíuleki er úr skipinu en tekist hefur að setja upp flotgirðingar umhverfis strandstaðinn sem ættu að tryggja það að olían haldist á afgirta svæðinu. Ekki er vitað hversu mikill lekinn er eða hversu mikil olía fór í sjóinn áður en flotgirðingin var sett upp.Fulltrúar björgunarfélagaNorska strandgæslan og aðrir sérfræðingar eru að meta aðstæður á strandstað. Unnið er í fullu samráði við norsk yfirvöld og sérfræðinga um björgun skipsins með öryggi áhafnarbjörgunarmanna og verndun náttúrunnar í fyrirrúmi.Ekki er vitað betur en að allur farmur um borð í Goðafossi sé óskemmdur. Haft verður samband við þá viðskiptavini sem eiga farm um borð í skipinu um leið og línur skýrast.Verið er að skoða lausnir með viðhald þjónustuáætlunar Eimskips fyrir HelsingborgAarhus og Þórshöfnen nánari fréttir verða færðar af þeim málum þegar þau skýrast.