Í tilefni af fréttaflutningi fjölmiðla

28. janúar 2010 | Fréttir

Sá hörmulegi atburður átti sér stað í gærkvöldi að starfsmaður Eimskips Flytjanda lést við vinnu sína í bílslysi.Strax á eftir var mikill fréttaflutningur af málinu í fjölmiðlum. Kapp frekar en forsjá einkenndi þann fréttaflutning og ítarlegar myndbirtingar frá slysstað virtust vera aðalatriði fréttanna.Fréttaflutningur af þessum toga þegar mannslíf og sálir eru annarsvegar er með öllu óviðeigandiMorgunblaðinu og fréttastofu Ríkisútvarpsins til minnkunnar.Slysið verður á þeim tíma árs og sólarhrings sem erfitt getur reynst að ná í aðstandendur og vinnufélaga þeirra sem í hlut eiga. Samstarfsmönnum hins látna var illa brugðið í morgun við að sjá fréttir og myndir af slysstað áður en þeir mættu til vinnu.Um leið og Eimskipafélag Íslands vottar fjölskyldu og vinnufélögum hins látna samúð sína vonast félagið til þess að blaðamenn og ljósmyndarar endurskoði vinnubrögð sín við vinnslu frétta af þessu tagi.Fyrir hönd Eimskipafélags Íslands og Eimskips FlytjandaGylfi SigfússonforstjóriGuðmundur Nikulássonframkvæmdastjóri Eimskips Flytjanda.