ÍSLENSKA SJÁVARÚTVEGSSÝNINGIN 2014

9. janúar 2014
Íslenska sjávarútvegssýningin verður haldin dagana 25. 27. september nk. í Fífunni í Kópavogi. Sem fyrr verður Eimskip með bás á sýningunni og stendur undirbúningur nú yfir.Sjávarútvegssýningin var fyrst haldin árið 1984 og hefur fyrir löngu fest sig í sessi hjá þeim sem vilja fylgjast með því helsta á sviði tækni og þróunar í greininni. Eimskip lítur á sýninguna sem mikilvægan vettvang til að kynna félagið og þjónustu þessbæði fyrir núverandi og tilvonandi viðskiptavinum.Í ár verður bás Eimskips nr. C52 og hlökkum við til að hitta viðskiptavini félagsins á svæðinu.