Íssystur fá fossanöfn

10. janúar 2014
Til stendur að gefa þremur af sex skipum Eimskips sem eru í rekstri í Noregi ný nöfn til samræmis við þau fossanöfn sem öll skip í eigu félagsins bera. Skipin Ice CrystalIce Star og Ice Bird munu nú bera nöfnin LangfossStigfoss og Vidfosseftir norskum fossum.Tekinn var yfir reksturinn á Ice Star á Akureyri í síðustu viku. Yfirtakan gekk vel fyrir sigmeð góðri aðstoð Maestro Shipmanagementog ber skipið nú nafnið Stigfoss eins og sjá má á myndunum hér að neðan.Gert er ráð fyrir að taka yfir hin tvö skipinsem hér segirIce Crystal sem verður Langfoss í Álasundi 17. 18. febrúar næstkomandi.Ice Birdsem verður Vidfoss í Álasundi 27. 28. febrúar næstkomandi.