Kiwanishreyfingin og Eimskip vinna saman að öryggi barna í umferðinni

03. janúar 2012 | Fréttir
Kiwanishreyfingin og Eimskip gefa öllum grunnskólabörnum sem ljúka 1. bekk grunnskóla í vor reiðhjólahjálma. Verkefnið er árviss viðburður félaganna til að stuðla að umferðaröryggi yngstu hjólreiðarmanna landsinsen þetta er í níunda skipti sem félögin standa fyrir hjálmagjöfum.Verkefnið ber nafnið Óskabörn þjóðarinnaren samtals munu um 4.300 börn fá reiðhjólahjálma að gjöf að þessu sinni. Meðalfjöldi barna í 1. bekk á þessum níu árum hefur verið um 4.200 börn hvert ársem þýðir að um 38.000 börn eða um 12 af þjóðinni hafa notið góðs af verkefninu.Við höfum átt einstaklega gott samstarf við Eimskip undanfarin níu ár og það er ánægjulegt að sjá góðan árangur í þessu mikilvæga verkefni. Hjálmanotkun hefur aukist mjög á undanförnum árum sem eflir öryggi barna í umferðinni til muna segir Ragnar Örn Péturssonumdæmisstjóri Kiwanishreyfingarinnar.Þetta verkefni er okkur afar kært. Við fáum á hverju ári fréttir af því að hjálmarnirsem gefnir hafa veriðhafi bjargað börnum frá alvarlegum meiðslumsegir Gylfi Sigfússon forstjóri Eimskips.Á næstu dögum og vikum mun Kiwaninshreyfingin fara í alla grunnskóla landsins og afhenda börnum 1. bekks grunnskóla hjálma. Foreldrar og forráðamenn eru beðnir um að vera vakandi fyrir því þegar börn þeirra koma heim með hjálma og aðstoða þau við að stilla þá rétt.Nánari upplýsingar um hjálmaverkefnið og öryggi barna í umferðinni er hægt að fá áfacebooksíðunni.Foreldrar geta skráð börn sín fyrir hjálmum áwww.oskaborn.is.