Nýir Incoterms 2010 viðskiptaskilmálar

5. janúar 2011
Endurbætt útgáfa Incoterms skilmála tók gildi 1. janúar sl. Skilmálarnir bera heitið Incoterms 2010 og koma í stað Incoterms 2000 skilmála. Markmið nýju útgáfunnar er að einfalda skilmálanaauðvelda notkun og aðlaga að alþjóðlegum viðskiptum. Helsta breytingin er að DDUDAFDES og DEQ skilmálarnir eru felldir brott. Í stað þeirra koma DAP og DAT skilmálar.Incoterms skilmálar eru viðskiptaskilmálar sem kaupandi og seljandi vöru semja um og gilda aðeins milli þeirra. Skilmálarnir eru hvorki lögreglugerð né alþjóðlegur samningur og gilda ekki gagnvart öðrum aðilumt.d. farmflytjanda.Eimskip hvetur viðskiptavini sína til að kynna sér nýja skilmála. Nánari upplýsingar má nálgast hjá starfsmönnum Eimskips og áheimasíðu Alþjóða Viðskiptaráðsins.