Nýtt og aðgengilegra siglingakerfi

06. nóvember 2019 | Fréttir

Nú í október gerði Eimskip breytingar á siglingakerfi sínu til að einfalda kerfið og auka þjónustu til viðskiptavina sinna.

Í hnotskurn:

  • Brottför einum degi seinna frá helstu höfnum í Evrópu og styttri flutningstími sem skapar aukin tækifæri fyrir innflutning.​
  • Síðasta brottför út úr Evrópu og stysti siglingatíminn. ​
  • Áframhaldandi hröð þjónusta fyrir útflutning og innflutning á ferskum vörum til og frá Íslandi og Færeyjum.​
  • Enn betri tengingar við viðkomuhafnir við strönd Íslands. ​
  • Betri þjónusta frá viðkomuhöfnum á Íslandi með tengingu við grænu leiðina á milli Íslands, Bandaríkjanna og Kanada. ​
Red line

Rauða leiðin býður áfram vikulega þjónustu til og frá helstu höfnum Skandinavíu. Rauða leiðin fer nú degi seinna frá Árósum til Íslands og býður því góðar tengingar frá Evrópu til Íslands með síðustu brottför vikunnar.


Blue Route

Bláa leiðin býður hraðþjónustu milli Reykjavíkur og Rotterdam sem hentar einkar vel fyrir ferskvöru eða aðrar vörur þar sem tíminn skiptir höfuðmáli.

Bláa leiðin fer einnig degi síðar frá Rotterdam til Reykjavíkur sem býður enn seinni afhendingartíma fyrir brottför.

Brottför frá Reykjavík á þriðjudegi, losun í Rotterdam á sunnudagskvöldi og afhending allt frá mánudagsmorgni.

 
Yellow Route 1Yellow Route 2


Gula leiðin
býður áfram útflutningsþjónustu frá Vestmannaeyjum og tengingu frá Færeyjum til Bretlands og meginlandsins.

Í Gulu leiðinni eru tvær siglingaleiðir til Íslands þar sem aðra vikuna er siglt frá Immingham beint til Reykjavíkur á fimmtudögum en hina vikuna er siglt rangsælis um Ísland til viðkomuhafna við ströndina og loks til Reykjavíkur. Þetta felur í sér styttri siglingatíma til þessara hafna hálfs mánaðarlega.

Purple Route

Fjólubláa leiðin heldur áfram góðri þjónustu milli Færeyja og Skotlands og hentar t.d. vel í útflutning á ferskum fiski sem flytja á áfram með flugi. Auk þess tengir hún innflutning við Ísland frá Immingham hálfs mánaðarlega þegar Gula leiðin siglir Íslandsströndina.


Green Route

Græna leiðin býður óbreytta vikulega þjónustu til og frá Bandaríkjunum og Kanada. Með strandsiglingum Gulu leiðarinnar bjóðum við nú betri tengingu frá viðkomuhöfnum á Íslandi við Grænu leiðina til og frá Bandaríkjunum og Kanada.


Ef þú vilt fá nánari upplýsingar um siglingakerfið og/eða flutningsleiðir hafðu endilega samband við okkur í gegnum netfangið sales@eimskip.com og við aðstoðum þig með ánægju.