Rafvæðing gámakrana Eimskips á Reyðarfirði og Reykjavík

10. janúar 2013 | Fréttir
Nýlega lauk rafvæðingu gámakrana Eimskips á Reyðarfirði og í Reykjavík. Undirbúningur að þessu verkefni hófst í janúar 2011 og varendanlega ákveðið að hrinda því í framkvæmd í júlí 2012. Margir aðilar hafa komið að verkefninu en þar má nefna ráðgjafafyrirtækinVSÓ ráðgjöf og Eflu. Einnig hafa rafmagnsverkstæði EimskipsFjarðabyggðarhafnir á Reyðarfirði og Faxaflóahafnir í Reykjavík komið aðverkinu. Siglingastofnun Íslands og Rarik komu að lagningu háspennu og uppsetningu á nýrri spennistöð við Mjóeyrarhöfn. Launafl varverktaki Eimskips við verkið á Reyðarfirði en Urð og Grjót í Reykjavík.Á Reyðarfirði ÁrmannSigurðurÓskarÁrniGuðlaugur og Kil Soo Roh.Fyrirtækin PortTrade og Gottwald seldu Eimskip búnaðinn og Gottwald sendi sérfræðing frá Þýskalandi til að setja búnaðinn upp.Til fróðleiks má geta þess að krananir nota hvor um sig 12 MW afl og 11.000 Volta spennu. Það er svipað afl og 500700 mannabyggðarlag notar. Við að færa orkunotkun gámakrananna frá gasolíu yfir á rafmagn dregur Eimskip úr losun á koldíoxíði CO2 um semsvarar 340 tonnum á ári. Þess má geta að það þyrfti um 17 hektara af skóglendi til að binda samsvarandi magn.Eimskip var eitt af fyrstu fyrirtækjunum á Íslandi til að setja sér umhverfisstefnu. Í ársskýrslu félagsins fyrir árið 2012 birti félagið nýendurskoðaða útgáfu af stefnunni þar sem m.a. er sett það markmið að bæta orkunýtingu tækjabúnaðar félagsins og auka notkun áumhverfisvænum og endurnýjanlegum orkugjöfum. Rafvæðing krananna er einn liður í að framfylgja þessu markmiði.Í Sundahöfn ÁrniSveinnKilEinarSigurður og Ármann.