Rondje Ijsland hjólað í kringum Ísland

28. janúar 2011
Hollendingurinn Maurice de Keijzer mun hjóla hringinn í kringum Ísland ásamt sjö öðrum félögum sínum frá 16. til 23 ágúst næstkomandi. Tilgangur ferðarinnar er að safna fé til styrktar KiKafélagi krabbameinssjúkra barna í Hollandiog gerir Maurice það til minningar um Þórdísi dóttur sína sem lést aðeins þriggja ára að aldri úr þessum illvíga sjúkdómi.Maurice og kona hans eru miklir Íslandsvinir og hafa um langt skeið aðstoðað landa sína við skipulagningu á ferðum til Íslands. Undanfarið hefur verið unnið hörðum höndum að því að finna stuðningsaðila og hafa fjölmiðlar í Hollandi veitt þessum viðburði þó nokkra athygli.EimskipIcelandair og ferðakrifstofan Ijslandspecialist í Hollandi aðstoða Maurice við skipulagningu ferðarinnar. Á vefsíðunniwww.rondjeijsland.nl má lesa frekari upplýsingar um verkefnið auk þess sem hægt er að leggja því lið.Söfnunin stendur fram til 3. septemberen fljótlega eftir það verður féið afhent KiKa í Hollandi.Hægt er að lesa nánar um KiKa samtökin og verkefni Maurice de Keijzer og félaga hans á eftirfarandi vefslóðumKiKa Netherlandswww.kika.nlRondje Ijslandwww.rondjeijsland.nlnldonerenFacebook síða verkefnisinshttpwww.facebook.comgroup.phpgid123158886705vwallTwitterwww.twitter.comrondjeijslandBankaupplýsingarIBAN NL34RABO 111835399Swiftcode RABONL2UBeneficiary Rondje IJslandDomicile Hellevoetsluis the NetherlandsDiscription Donation KIKA