Samningur um Eimskipshjálma endurnýjaður

25. janúar 2011
Fyrir átta árum tóku Kiwanishreyfingin og Eimskipafélag Íslands höndum saman að fyrirmynd Kiwanisklúbbsins Kaldbaks á Akureyri og gáfu reiðhjólahjálma á landsvísu. Frá upphafi verkefnisins hafa hátt í 30 þúsund hjálmar verið gefnir sex ára börnum á Íslandieða um 4500 á ári.Nýlega var þriggja ára samningur um áframhald þessa verkefnis undirritaður af EimskipKiwanis og Koma sem sér um hönnun þeirra. Hjálmarnir hafa breyst talsvert frá því að þeir voru fyrst afhentir og nýtast nú við fjölbreyttari tómstundaiðkun en áðurauk þess sem stór flötur hjálmsins virkar nú sem endurskinsmerki. Gotti Bernhöft hannaði nýja útlitið sem byggir á eldi og ís bláir logar á bláum hjálmum og frostrósir og snjókorn í þeim bleiku.Forsvarsmenn KomaEimskips og Kiwanis við undirritun samningsinsf.v Sigurður Kaldal KomaGylfi Sigfússon Eimskip og Óskar Guðjónsson Kiwanis