Samstarf við Starfsafl Landsmennt og SVS

30. janúar 2010
Í byrjun árs gekk Eimskip frá samningi um verkefnið Fræðslustjóri að láni við StarfsaflLandsmennt og Starfsmenntasjóð verslunar og skrifstofufólks SVS. Samningurinn nær til um 500 starfsmanna Eflingarverkalýðsfélaga á landsbyggðinni og VRLÍV hjá Eimskip. Eimskip er fyrsta fyrirtækið í verkefninu Fræðslustjóri að láni sem nýtur aðkomu þriggja starfsmenntasjóða og lýsir það vel hversu fjölbreytt starfsemin er hjá Eimskip.Grundvöllur fyrir markvissu fræðslustarfi fyrirtækis er vandlega unnin greining á fræðsluþörf sem nær til allra hluta fyrirtækisins. Samningurinn felur í sér aðstoð við að dýpka greiningu á fræðsluþörf innan Eimskipsvinna greininguna heildstætt með öllum starfsstöðvum Eimskips á Íslandi og nýta þær lausnir sem þegar eru til innan fyrirtækisins ogeða hjá símenntunarstöðvum eða öðrum fræðsluaðilum.Samstarf þessara þriggja sjóða og fyrirtækisins við undirbúning verksins hefur gengið afar vel. Það er Birna V. Jakobsdóttir hjá Miðstöð símenntunar á Suðurnesjum sem sinnir verkinu fyrir hönd sjóðanna í samstarfi við starfsþróunardeild Eimskips.Elín Hjálmsdóttirstarfsmannastjóri Eimskipslýsti yfir mikilli ánægju með samninginn Eimskip hefur langa og góða sögu í fræðslumálum og lítur á verkefnið sem upphaf að nýjum landvinningum á sviði starfsmenntamála innan fyrirtækisins.Fræðslustjóri að láni er mikilvægt verkfæri til að stuðla að markvissri uppbyggingu mannauðs í fyrirtækinu og tryggja að sú fræðsla sem valin verðurmuni koma bæði starfsmönnum og fyrirtækinu að notum og auka samkeppnishæfi þess.Að lokinni undirritun samningaf.v. Sif Svavarsdóttirverkefnastjórií fræðslu hjá EimskipElín Hjálmsdóttirstarfsmannastjóri EimskipsBirna V. JakobsdóttirmannauðsráðgjafiKristín NjálsdóttirLandsmenntSveinn AðalsteinssonStarfsafli og Björn Garðarssonverkefnastjóri SVS.