Sjómannafélag Íslands boðar til verkfalls þann 16 janúar 2017

5. janúar 2017
Ekki hefur náðst samkomulag á milli Sjómannafélag Íslands SÍ og Eimskips vegna félagsmanna SÍ sem starfa á gámaskipum félagsins en um er að ræða hluta af áhöfnum skipanna.Viðræður hafa staðið yfir síðustu mánuði og í dag boðaði Sjómannafélag Íslands verkfall frá og með 16. janúar 2017 hafi samkomulag ekki náðst fyrir þann tíma. Viðræður standa enn yfir og vonast Eimskip til þess að samkomulag náist.