Skátahreyfingin og Eimskip gefa 4500 börnum íslenska fánann

14. janúar 2012
Skátahreyfingin og Eimskip hafa dreift litlum íslenskum handfánum ásamt bæklingi um meðferð íslenska fánans til allra grunnskólabarna í landinu sem luku 2. bekk nú í júní. Um 4.500 börn hafa fengið fánana að gjöf og geta fagnað 17. júní með fánaveifu í hönd.Fánadreifingin tengist nú í ár Þjóðhátíðardegi Íslendinga 17. júní og það er vel við hæfi enda sá dagur þar sem íslenski fáninn er hvað mest áberandi. Baráttan fyrir íslenskum fána var einnig stór þáttur í sjálfstæðisbaráttunni segir Bragi Björnsson skátahöfðingi en íslenska skátahreyfingin fagnar 100 ára afmæli á þessu ári.Við viljum gera veg íslenska fánans sem mestan og uppfræða almenning um meðhöndlun hans og notkun. Hugmyndin er sú að vekja athygli barna á fánanum og auka virðingu þeirra fyrir honum. Með fánagjöfinni viljum við einnig hvetja börn og foreldra þeirra til að nota íslenska fánann við hátíðleg tækifæri. Við erum afar ánægð að hafa fengið Eimskip með okkur sem samstarfsaðila í fánaverkefnið segir Bragi ennfremur.Þegar skátahreyfingin kom að máli við okkur vegna fánaverkefnisins fannst okkur heiður að taka þátt í því þar sem íslenski fáninn er mjög áberandi hjá Eimskip bæði á sjó og landi. Notkun fánans sýnir samstöðu og samhug meðal þjóðarinnar. Frá því í bankahruninu í október 2008 hefur íslenski fáninn verið dreginn daglega að húni í höfuðstöðvum Eimskips og það verður gert áfram um ókomna tíð. Við hvetjum til þess að Íslendingar noti þjóðfánann meira og sýni honum ávallt tilhlýðilega virðingu segir Gylfi Sigfússonforstjóri Eimskips.Myndatexti Piltar úr Mýrarhúsaskóla með íslenska handfána sem þeir fengu að gjöf frá Skátunum og Eimskip.