Tákn um ævarandi vinskap

13. janúar 2011
Það var hjartnæm stund þegar Sigurður Guðmundsson á Goðafossi og Horst Koske loftskeytamaður á þýska kafbátnum U300 sem sökkti skipinu niður í heimsstyrjöldinni síðari hittust á bókastefnunni í Frankfurt ígær og féllust í faðma. Þetta er í fyrsta skipti sem menn úr áhöfnunum hittast og var varla þurr hvarmur í salnum.Þetta var á blaðamannafundi sem haldinn var til að kynna bókina Goðafosssem kom út á þýsku í dagen þar er fjallað um atburðinn hörmulega10. nóvember árið 1944. Höfundar bókarinnar eru Óttar Sveinsson og Stefan Krücken og er hún byggð að hluta á bókinni Útkall árás á Goðafoss. Ekki fór á milli mála að mikill áhugi er á bókinnienda var íslenski skálinn troðfullur af erlendum fréttamönnum og bókaáhugafólki.Sjá nánar hér