Taktu til með Rauða krossinum og Eimskip

01. janúar 2011 | Fréttir

Eimskip og Rauði kross Íslands standa fyrir fatasöfnun um allt land á uppstigningardagfimmtudaginn 2. júní. Gámum verður komið fyrir við allar sundlaugar ÍTR í Reykjavík og við sundstaði í KópavogiHafnarfirði og Garðabæí húsi Rauða krossins í Mosfellsbæog á móttökustöðum Eimskips Flytjanda úti á landsbyggðinni.Við hvetjum alla í að taka til gömul föt og koma þeim í notkun að nýju með því að nýta ferðina um leið og farið er í sund í góða veðrinu. Athugið að söfnunin er aðeins þennan eina dag við sundstaðinaen auðvitað er hægt að gefa föt allan ársins hring á söfnunarstöðum Rauða krossins við Sorpu á höfuðborgarsvæðinu og gámum um allt land.Fólki er bent á að nota tækifærið í vorhreingerningunni og koma með gömlu fötinskónahandklæðirúmfötgluggatjöld og jafnvel stöku sokkana því mikil verðmæti eru fólgin í allri vefnaðarvöru.Árlega er um þúsund tonn af fötum og klæði urðuð hérlendis. Þessu öllu væri hægt að koma í endurvinnslu og skapa um leið tekjur fyrir Hjálparsjóð Rauða krossins.Þetta átak er samstarfsverkefni Rauða krossins og Eimskips sem flytur fatagáma félagsins milli landshluta og til útlanda frítt. Um mjög mikilvægan styrk er að ræða til fatasöfnunarverkefnis Rauða krossins.Nánari upplýsingar veita Sólveig Ólafsdóttir sviðsstjóri útbreiðslusviðs Rauða Krossins í síma 893 9912 og Örn Guðmundsson verkefnisstjóri Fatasöfnunar Rauða krossins í síma 894 1953.Hægt er að smella á myndina hér að neðan til aðlesa nánar um afhendingarstaði og verkefnið í heild sinni.