Úrslitaleikir í Eimskipsbikarnum

25. janúar 2010

Næstkomandi laugardag 27. febrúar munu úrslitaleikir í Eimskipsbikarnum fara fram í Laugardalshöllinni. Klukkan 13:30 keppa lið Fram og Vals í kvennaflokki. Leikir þessara liða í vetur hafa verið afar jafnir og skemmtilegir, jafnt varð í öðrum en Valsstúlkur sigrðuðu í hinum með þriggja marka mun. Seinna um daginn klukkan 16:00 etja svo kappi karlalið Vals og Haukar en þau lið hafa verið með allra bestu liðum landsins um nokkurt skeið. Leik þeirra í vetur lauk með jafntefli 20-20 og má búast við hörkurimmu á laugardaginn. Hér er því á ferðinni góð skemmtun fyrir alla fjölskylduna sem hefst klukkan 13:30 og lýkur vel fyrir kvöldmat.