Úthlutun úr Háskólasjóði Hf Eimskipafélags Íslands

21. janúar 2015

Í tilefni af hálfrar aldar afmæli Háskólasjóðs Hf Eimskipafélags Íslands hafa sjóðurinn og Stofnun Árna Magnússonar gert með sér samstarfssamning um að sjóðurinn styrki verkefni á vegum Árnastofnunar sem felst í því að safna upplýsingum um handrit í Vesturheimi og skrá á stafrænt form. Styrkurinn er til þriggja ára og nemur 37 m.kr. á ári eða alls 111 m.kr. Einnig úthlutaði Háskólasjóður Hf Eimskipafélags Íslands styrk til fimm doktorsnema við Háskóla Íslands.Háskólasjóður Hf Eimskipafélags Íslands var stofnaður árið 1964 og var stofnfé sjóðsins hlutabréfaeign VesturÍslendinga í Eimskipafélaginu. Með gjöf sinni vildu gefendur stuðla að velgengni Háskóla Íslandsstyrkja efnilega stúdenta til náms við skólann og um leið minnast þátttöku VesturÍslendinga í stofnun Eimskipafélagsins. Gjöfin lýsir einstakri framsýni gefenda sem gerðu sér grein fyrir mikilvægi menntunar til vaxtar og örvunar atvinnulífs þjóðarinnar.Fyrsta úthlutun úr sjóðnum í núverandi mynd fór fram árið 2006 og hafa rúmlega hundrað doktorsnemar á sviðum verkfræði og raunvísindahugvísindaheilbrigðisvísindamenntavísinda og félagsvísinda stundað rannsóknir og nám við Háskóla Íslands með stuðningi sjóðsins. Rekstur og ávöxtun sjóðsins er á ábyrgð Landsbankans og hefur hann skilað góðri afkomu að undanförnu. Þess vegna er mögulegt að styðja verkefni Árnastofnunar með svo myndarlegum hætti. Landsbankinn hf. og Eimskip munu að auki styrkja verkefnið um eina milljón krónahvort fyrirtæki.