SAMFÉLAGSÁBYRGÐ

Í yfir 100 ár hefur Eimskip boðið upp á áreiðanlega flutningaþjónustu og framtíðarsýn félagsins er að vera framúrskarandi í flutningalausnum og þjónustu.
Eimskip leggur áherslu á sameiginlega verðmætasköpun fyrir hluthafa, viðskiptavini, starfsmenn, samfélag og aðra haghafa.

UMHVERFI

Eimskip ber virðingu fyrir umhverfi sínu og leitast við að lágmarka áhrif rekstrarins á lífríki og umhverfi og draga úr vistspori sínu. 

Kolefnisreiknivél

SAMFÉLAG

Eimskip skapar starfsmönnum jöfn tækifæri í öruggu og heilbrigðu starfsumhverfi og leggur sig fram um að vera góður samfélagsþegn með því að þekkja ábyrgð sína í þeim samfélögum þar sem félagið starfar.

 

STJÓRNARHÆTTIR

Eimskip kappkostar að tryggja opin og gagnsæ samskipti á milli stjórnenda félagsins, stjórnar, hluthafa og annarra haghafa.