BAUHAUS hefur samið við EIMSKIP um flutninga

20. janúar 2012
BAUHAUS hefur samið við EIMSKIP um flutninga og alla flutningatengda þjónustu fyrir nýja verslun BAUHAUS á Íslandi.Samstarfið felur í sér heildarlausnir í tengslum við flutninga á öllum vörum fyrir BAUHAUS í nýja og glæsilega verslun þeirra við Vesturlandsveg.Á myndinni eru frá vinstri Sigurður Orri Jónsson forstöðumaður Eimskip Aarhus í DanmörkuMatthías Matthíasson framkvæmdastjóri Sölu og þjónustuClaus Agerschou BAUHAUS Danmörk og Halldór Óskar Sigurðsson framkvæmdastjóri BAUHAUS á Íslandi.Halldór sagði meðal annars við þetta tækifæri að nú væri allt að fara á fullt við að undirbúa opnun og samningurinn við Eimskip væri mikilvægur hlekkur í því. Eimskip hafi verið valið að undangengnu útboði þar sem þjónustustigafkastamikið og traust flutningakerfi vóg þungt. Samstarfið fer vel af stað og stendur fyllilega undir okkar væntingum.