Bilun í stýri M LAGARFOSS

21. janúar 2015

Síðdegis í dag um kl. 16.00 varð bilun í stýrisvél MS LAGARFOSS þar sem skipið var statt um 70 sjómílur austur af suðurströnd Íslands á leið til Reykjavíkur. Veðurskilyrði og sjólag var hagstætt og engin hætta á ferðumhvorki fyrir áhöfn skipsinsfarm eða skipið sjálft. Að vandlega íhuguðu máli var ákveðið að semja við Landhelgisgæsluna um að aðstoða MS LAGARFOSS sem eftir er ferðar til Reykjavíkur undir eigin vélarafli. Varðskipið ÞÓR er á leið til móts við LAGARFOSS og er áætlað að dráttartaug verði komin á milli skipanna um kl. 05.00 í fyrramálið. Ráðgert er að MS LAGARFOSS verði kominn til Reykjavíkur að morgni n.k. fimmtudags 23.07.2015.MS LAGARFOSS er nýkominn úr ábyrgðarskoðun þar sem framleiðendur stýrisvélar skipsins ákváðu að eigin frumkvæði að framkvæma breytingar á stýrisbúnaði þess. Líkur eru á að mistök hafi orðið við framkvæmd viðgerðarinnar sem alfarið er á ábyrgð framleiðandans.Eimskip þakkar Landhelgisgæslunni fyrir skjót viðbrögð og biður viðskiptamenn félagsins velvirðingar á ófyrirséðum töfum skipsins hingað til lands. Unnið verður samstundis að að viðgerð skipsins við komu þess til Reykjavíkur svo það komist sem fyrst á áætlun.