Bilun varð í EF AVA

09. janúar 2023 | Fréttir
Bilun varð í EF AVA

Uppfært 8.20

Skipið er komið í gang og siglir nú í átt að Sundahöfn undir eigin vélarafli. Dráttarbáturinn Magni mun fylgja skipinu til hafnar.

Um kl. 4:30 í morgun kom upp bilun í aðalvél gámaskipsins EF AVA, sem er leiguskip hjá Eimskip, þar sem skipið var statt um 5-6 sjómílur vestur af Höfnum á Reykjanesi á leið til Reykjavíkur með 13 manns í áhöfn. Viðbragðsaðilar hafa verið kallaðir út og dráttarbáturinn Magni er á leið að skipinu frá Reykjavík ásamt nærliggjandi skipum ef á þyrfti að halda en skipið rekur í suðurátt. Unnið er að viðgerð um borð en skipið kom úr stórri viðgerð 15. desember og ekki er vitað enn hvort þessi bilun tengist þeirri viðgerð.

Fréttin verður uppfærð þegar nánari upplýsingar liggja fyrir.