Breytingar á gjaldskrá umhverfisgjalds

28. nóvember 2019
Í framhaldi af frétt sem birtist á vefsíðu okkar 3. október síðastliðinn, þar sem við upplýstum um væntanlegar breytingar á alþjóðlegum reglum um brennisteinsútblástur skipa, mun umhverfisgjaldið (LSS) hækka frá og með 1. desember næstkomandi og verður $155 per TEU.

Eins og áður mun umhverfisgjaldið taka breytingum mánaðarlega og þróast í takt við olíuverð á heimsmarkaði.
 
Nánari upplýsingar veita þjónustufulltrúar Eimskips en einnig má finna frekari upplýsingar í hlekk við áðurnefnda frétt á vefnum okkar.