Dagatal 2011 komið út

23. janúar 2010

Eimskipafélag Íslands hefur lagt metnað sinn í að gefa út dagatal hvernig sem árar í þjóðfélaginu eða allt frá árinu 1928. Dagatal Eimskips hefur prýtt heimili og fyrirtæki landsins í yfir 80 ár og verið hluti af menningu þjóðarinnar.Á 95 ára afmæli Eimskips var ráðist í að safna saman öllum dagatölum sem félagið hefur gefið út frá upphafi og þau römmuð inn. Dagatölin voru til sýnis hjá Sjóminjasafni Reykjavíkur af því tilefni. Dagatölin gera meira en að segja sögu Eimskipsþau segja sögu þjóðarhönnunarprentunar og eru ómetanleg söguheimild.Gylfi Sigfússon forstjóriÁvallt er valið myndefni úr náttúru landsins sem hefur verið okkur óþrjótandi brunnur. Í ár gerum við vötnum landsins skil og var þar af nógu að taka enda fegurð þeirra mikil og stórbrotin. Þau vötn sem valin voru endurspegla ekki endilega mikilvægi þeirra í hugum Íslendinga enda rúmar dagatalið aðeins tólf vötn og engin leið að gera öllum vötnum landsins skil að þessu sinni. Við vonum að landsmennnjótir dagatals Eimskips fyrir árið 2011.Eimskip óskar þér og þínum gleðilegrar jólahátíðar og farsæls komandi árs.