Eimskip er þátttakandi í UN Global Compact

09. febrúar 2018 | Fréttir

Eimskip er þátttakandi í UN Global Compact sem er hvati Sameinuðu þjóðanna til samfélagsábyrgðar fyrirtækja og stofnana að því er varðar mannréttindi, vinnumarkað, umhverfi og aðgerðir gegn hvers kyns spillingu.

Félagið hefur með þátttöku sinni skuldbundið sig til að haga sínum rekstri þannig að hin tíu grundvallarmarkmið UN Global Compact verði samtvinnuð stefnu félagsins, menningu og daglegri starfsemi. Félagið hefur einnig skuldbundið sig til að tala fyrir UN Global Compact og grundvallarmarkmiðunum tíu þar sem því verður við komið og segja árlega frá því hvernig framkvæmdinni miðar.

Heildarfjöldi þátttakenda í UN Global Compact nálgast nú 13 þúsund í yfir 160 löndum. Þátttakendur á Íslandi eru nú 23 talsins.