Eimskip hefur siglingar til Bremerhaven í Þýskalandi

21. janúar 2016
Eimskip hefur ákveðið að hefja siglingar til Bremerhaven í Þýskalandi frá og með 6. desember næstkomandi. Félagið mun á sama tíma hætta siglingum til Hamborgar þar sem það hefur haft viðkomur allt frá árinu 1926. Þetta er liður í uppbyggingu á siglingakerfi félagsinsen með breytingunni komast viðskiptavinir félagsins í betri tengingar við aðra markaði og siglingatíminn styttistauk þess sem vagga sjávarútvegs í Þýskalandi er á svæðinu í kringum Bremerhaven.Síðustu árin hafa skip félagsinsDettifoss og Goðafosshaft viðkomur í Hamborg á bláu leiðinni. Miklar breytingar eru fyrirhugaðar á hafnarsvæðinu í Hamborg og verður svæðinu sem Eimskip hefur notað lokað. Það er því góður tímapunktur að flytja viðkomuhöfnina um set núnaauk þess sem það mun styrkja siglingakerfi félagsins. Síðasta viðkoma Goðafoss í Hamborg er áætluð 29. nóvember.Flutningurinn til EUROGATE Container Terminal Bremerhaven er mikilvægt skref til að efla þjónustu við viðskiptavini Eimskips. Höfnin hefur yfir að ráða tæknivæddu hafnarsvæði sem auka mun áreiðanleika og hagkvæmni þjónustunnar. Gámahöfnin í Bremerhaven er sú fjórða stærsta í Evrópu og er mikilvæg umskipunarhöfn. Tengimöguleikar við AsíuAfríku og Suður og NorðurAmeríku eru einnig framúrskarandiásamt því að vöruhúsastarfsemi fyrir kældar og frystar vörur er á hafnarbakkanum sem eykur enn frekar þjónustu við sjávarútveginn.Aðalskrifstofa Eimskips í Þýskalandi verður áfram í Hamborg.Gylfi Sigfússon forstjóri EimskipsFlutningurinn yfir til Bremerhaven skiptir miklu máli fyrir framtíðaruppbyggingu Eimskips á siglingakerfi félagsins. Höfnin í Bremerhaven opnar mikla möguleika fyrir viðskiptavini okkar í sjávarútvegi og einnig fyrir bæði inn og útflytjendur á Íslandií Færeyjum og Noregi. Við fögnum því að hafa náð góðu samkomulagi við EUROGATE Container Terminal Bremerhaven og tökum fagnandi þeim tækifærum sem opnast við þessa tengingu. Á sama tíma kveðjum við Hamborgarhöfn með söknuðien í ár eru liðin 90 ár frá því að Eimskip hóf siglingar til Hamborgar.Emanuel Schifferformaður framkvæmdastjórnar EUROGATE GroupVið bjóðum Eimskip velkomið til hafnarinnar í Bremerhaven þar sem það mun tengjast þeim stóru og smáu skipafélögum sem hafa viðkomur í höfninni. Það er frábært að ná loksins tengingu við NorðurAtlantshafið í gegnum siglingakerfi Eimskips sem skapa mun ýmis ný tækifæri í flutningum til og frá Bremerhaven.Um EimskipEimskip var stofnað árið 1914 og er með hlutabréf sín skráð á Nasdaq Iceland. Félagið rekur 58 starfsstöðvar í 19 löndumer með 20 skip í rekstri og hefur á að skipa um 1.600 starfsmönnum. Um það bil helmingur tekna Eimskips kemur frá starfsemi utan Íslands. Stefna félagsins er að veita framúrskarandi flutningaþjónustu á NorðurAtlantshafi ásamt því að bjóða víðtæka og öfluga þjónustu í alþjóðlegri frystiflutningsmiðlun.