Eimskip styrkir stöðu sína í Hollandi með kaupum á flutningsmiðlunarfyrirtækinu Extraco

18. janúar 2016
Ársvelta fyrirtækisins er um 19 milljónir evra eða um 25 milljarðar krónaEimskip hefur styrkt stöðu sína í alþjóðlegri frystiflutningsmiðlun með kaupum á 90 hlut í flutningsmiðlunarfyrirtækinu Extraco Internationale Expeditie B.V. í Hollandi.Extraco var stofnað árið 1991 og er staðsett við stærstu höfn EvrópuRotterdam. Helstu þjónustuþættir þess eru þjónusta við innflytjendur á frysti og kælivöru til Hollandsauk þess að sjá um innflutningspappírabirgðahaldtollafgreiðslu og dreifingu á frystum og kældum afurðum í Evrópu. Ársvelta fyrirtækisins nemur um 19 milljónum evra eða um 25 milljörðum króna.Hjá Extraco starfa 19 manns og mun stór hluti stjórnendateymis fyrirtækisins halda áfram störfum og eiga 10 eignarhlut í félaginu. Unnið verður að því að ná fram samlegðaráhrifum með því að flytja fyrirtækið í starfsstöð Eimskips í Rotterdam í byrjun næsta ársþar sem myndaður verður frystiflutningskjarni með öðrum einingum Eimskipssem eru European Transport Services E.T.S.Eimskip Reefer Logistics og Jac. Meisner.Þetta er fyrsta fjárfesting af nokkrum sem Eimskip áformar til eflingar á kjarnastarfsemi sinni á komandi mánuðum. Kaupin munu styrkja og auka fjölbreytileika í flutningsmiðlunarstarfsemi félagsins í Hollandi.Gylfi Sigfússonforstjóri EimskipsVið bjóðum Extraco velkomið í samstæðu Eimskips og vitum að samlegðaráhrifaukin fjölbreytni og dýrmæt reynsla starfsmanna Extraco mun nýtast okkur vel í að byggja enn frekar upp flutningsmiðlunareiningu okkar í Hollandi.Dick de Weerdtframkvæmdastjóri ExtracoMér er ánægja að tilkynna að stjórnendateymi Extraco hefur ákveðið að ganga til liðs við samstæðu Eimskips. Það er trú mín að viðskiptavinir okkar muni njóta ávinnings af alþjóðlegu flutningsmiðlunar og siglingakerfi Eimskips. Megináhersla mun áfram verða á markmið okkar um að veita framúrskarandi þjónustu.Um EimskipEimskip var stofnað árið 1914 og er með hlutabréf sín skráð á Nasdaq Iceland. Félagið rekur 57 starfsstöðvar í 19 löndumer með 20 skip í rekstri og hefur á að skipa um 1.600 starfsmönnum. Um það bil helmingur tekna Eimskips kemur frá starfsemi utan Íslands. Stefna félagsins er að veita framúrskarandi flutningaþjónustu á NorðurAtlantshafi ásamt því að bjóða víðtæka og öfluga þjónustu í alþjóðlegri frystiflutningsmiðlun.