Eimskip tekur í notkun nýtt snjallforrit

24. janúar 2012
Eimskip hefur tekið í notkun nýtt og fullkomið snjallforrit eða svokallað app sem býður viðskiptavinum fyrirtækisins upp á að fá nákvæmar upplýsingar í snjallsíma um stöðu sendinga sinna á rauntíma. Snjallforritið er myndrænt og auðvelt í notkun og sýnir einnig nákvæma staðsetningu skipa Eimskipsskipaáætlun og siglingaleiðir og veitir auk þess upplýsingar um alla helstu þjónustu fyrirtækisins.Eimskip er með þessu að auka þjónustustigið til muna og færa þjónustuna nær viðskiptavinum sem geta nú fylgst sjálfir með nákvæmri stöðu sendinga sinna á rauntíma á einfaldan og fljótlegan hátt í símanum sínum. Það eina sem þarf að gera er að tengjast ePORT þjónustuvef Eimskips og slá inn sendinganúmer. Þetta mun spara tíma og fyrirhöfn fyrir viðskiptavini okkar segir Gunnar Valur Steindórssonverkefnastjóri hjá Eimskip.Í auknum hraða nútímasamfélags er mikill akkur í því að geta nálgast upplýsingar um stöðu sendinga og áætlaðan komutíma hvar sem þú ert staddur í heiminum segir Gunnar Valur. Eimskip er með fyrstu skipafélögum í heiminum til að bjóða upp á þessa nýju og tæknivæddu þjónustu.Gunnar Valur segir að ein helsta ástæðan fyrir þessari nýju þjónustu sé sú gríðarlega aukning sem hafi orðið á notkun snjallsíma á síðustu mánuðum og því sé fyrirtækið að höfða til mjög margra. Snjallforrítið gengur í alla iPhone síma og alla helstu Android síma. Um er að ræða fyrstu útgáfu af snjallforritinu og segir Gunnar Valur að það verði uppfært reglulega eins og þörf verði á samkvæmt nýjustu tækni.