fulltrúar Kiwanishreyfingarinnar færðu Eimskip þakklætisvott fyrir gott samstarf

30. janúar 2016 | Fréttir
Eimskip og Kiwanishreyfingin á Íslandi hafa í 13 ár gefið börnum um allt land hjálma. Yfir 50.000 börn hafa fengið hjálm að gjöf og eru það öll börn á Íslandi á aldrinum 618 ára. Til að slíkt verkefni gangi upp þurfa margir að koma að því og hefur þetta gengið vel síðustu árin og erum við hjá Eimskip afar stolt af þessu samfélagslega verkefni.Í dag færðu fulltrúar Kiwanishreyfingarinnar Eimskip þakklætisvott fyrir gott samstarfen sérstakt þakklæti hlaut hún Silja Rós Sigurmonsdóttirhópstjóri í Vöruhótelinuen hún heldur utan um alla dreifingu hjálmanna. Er hún virkilega vel að þessu komin og það er einmitt vegna slíkra starfsmanna sem hægt er að fara í svo umsvifamikil verkefni. Við þökkum Kiwanishreyfingunni sömuleiðis fyrir gott og traust samstarf.Fulltrúar Kiwanishreyfingarinnar á Íslandi afhentu Eimskip viðurkenningar fyrir ánægjulegt samstarf á liðnum árum.