Fyrsti dagur almenns útboðs

30. janúar 2012
Í dagþriðjudaginn 30. október 2012kl. 10.00 hófst almennt útboð með hlutafé Eimskips. Útboðið stendur til kl. 16.00 föstudaginn 2. nóvember 2012.Skráning fer fram á heimasíðu Straums fjárfestingabanka hf.www.straumur.com og á heimasíðu Íslandsbankawww.islandsbanki.is.Í tengslum við almennt útboð á hlutabréfum í Eimskipafélagi Íslands hf. hér eftir Eimskip eða félagið skv. 43. gr. laga nr. 1082007 um verðbréfaviðskipti og umsókn félagsins um töku allra hlutabréfa í Eimskip til viðskipta á Aðalmarkaði NASDAQ OMX Iceland hf.hefur Eimskip birt lýsingu dags. 22. október 2012sem samanstendur af samantektverðbréfalýsingu og útgefandalýsinguallt dagsett 22. október 2012auk viðauka við lýsinguna skv. 46. gr. laga nr. 1082007 um verðbréfaviðskiptidags. 29. október 2012 hér eftir nefnt Lýsingin.Lýsingin ásamt viðaukanum eru gefin út á enskuog eru birt á vefsíðu félagsinswww.eimskip.isásamt íslenskri þýðingu á samantektinni. Útprentuð eintök af Lýsingunniásamt viðaukanummá jafnframt nálgast í höfuðstöðvum Eimskips í Korngörðum 2104 Reykjavík. Lýsingin ásamt viðauka verða aðgengileg næstu 12 mánuði.Heildarfjöldi útgefinna hluta í Eimskip nemur 200.000.000en þar af á félagið um 60 eigin hluta. Allir hlutirnir eru í sama flokki og jafn réttháir. Hlutir félagsins eru gefnir út rafrænt í kerfi Verðbréfaskráningar Íslands hf. og er hver hlutur 1 króna að nafnverði. Stjórn félagsins hefur óskað eftir því að EIM verði auðkenni hlutabréfanna í kerfum NASDAQ OMX Iceland hf.Seljendur í almenna útboðinu munu bjóða til sölu 10.000.000 áður útgefna hluti í Eimskipsem samsvarar 5 af heildarhlutafé félagsins. Verði umframeftirspurn mun Eimskip bjóða til sölu allt að 6.000.000 af eigin hlutum og stækkar útboðið þá í allt að 8 af útgefnum hlutum eða samtals 16.000.000 hluti. Lágmarksáskrift er 25 þúsund krónur fyrir starfsmenn Eimskips og 50 þúsund krónur fyrir aðra fjárfesta. Útboðsgengið er fyrirfram ákveðiðkr. 208 á hvern hlut.Allar frekari upplýsingar eru veittar af starfsmönnum Straums og Íslandsbanka í síma 525 7070 milli kl. 10.00 og 20.00 á meðan útboði stendur.Reykjavík30. október 2012Stjórn Eimskipafélags Íslands hf.