Gefa öllum yngstu grunnskólabörnum hjálma

21. janúar 2013 | Fréttir
Eimskipafélag Íslands og Kiwanishreyfingin gefa öllum grunnskólabörnum sem ljúka 1. bekk grunnskóla í vor reiðhjólahjálma. Verkefnið er árviss viðburður félaganna til að stuðla að umferðaröryggi yngstu hjólreiðarmanna landsins. Verkefnið nefnist Óskabörn þjóðarinnar en samtals munu um 4.500 börn fá reiðhjólahjálma að gjöf að þessu sinni. Á þeim áratug sem verkefnið hefur staðið yfir hafa rúmlega 40 þúsund börn eða um 13 af þjóðinni notið góðs af því.Verkefnið er okkur mjög kært og stendur okkur nærri. Við fáum fregnir af því á hverju ári frá foreldrumlögreglu og skólayfirvöldum að hjálmarnir hafi bjargað barni frá alvarlegum meiðslum segir Gylfi Sigfússonforstjóri Eimskips.Hjálmarnir hafa sannarlega komið að góðum notum fyrir rúmlega 40 þúsund börn á þessum árum. Við höfum átt mjög gott og ánægjulegt samstarf við Eimskip í þessu mikilvæga verkefni segir Hjördís Harðardóttirumdæmisstjóri hjá Kiwanishreyfingunni.Kiwanishreyfingin hefur á undanförnum vikum farið í alla grunnskóla landsins og afhent börnum 1. bekks grunnskóla hjálma. Foreldrar og forráðamenn eru beðnir um að vera vakandi fyrir því þegar börn þeirra koma heim með hjálma og aðstoða þau við að stilla þá rétt.