Mótaröð Golfsambands Íslands ber nafn Eimskips í sumar

28. janúar 2010
Mótaröð Golfsambands Íslands mun í sumar bera nafn Eimskipafélags Íslands hf. og heita Eimskipsmótaröðin.Samningurinn er fagnaðarefni fyrir Eimskipafélagið sem nú styður veglega við þessa fjölmennu almenningsíþrótt og vonast til þess að færa golfíþróttina nær almenningi og auka enn á áhuga ungmenna á íþróttinni.Sýnt verður frá öllum mótum Eimskipsmótaraðarinnar í sérstökum þáttum á RÚV. Bein útsending verður frá Íslandsmótinu í höggleik sem fram fer á Kiðjabergsvelli.Á síðasta ári var mótaröðin sýnd á RUV og kunnu golfáhugamenn vel að meta þessa samvinnu Golfsambandsins og RÚV. Mikill áhugi var á umfjöllun Sjónvarpsins um íslenskt golfog var áhorf á útsendingu frá lokadegi Íslandsmótsins 2009 rúmlega 26 í aldursflokknum 12 til 80 ára.