Nákvæm golfveðurspá í samvinnu við Belging

26. janúar 2015 | Fréttir

Eimskipafélag Íslands hefur undanfarin sjö ár verið aðal styrktaraðili Golfsambands Íslands og í sameiningu hafa Golfsambandið og Eimskip staðið að Eimskipsmótaröðinni . Mikil aukning hefur verið í golfíþróttinni og hefur Eimskip lagt mikið uppúr því að gera umgjörð golfíþróttarinnar sem besta. Forvarnargildi golfíþróttarinnar er mikið og líklega er hún sú íþrótt sem flestar fjölskyldur stunda saman. Eimskip hefur nú í samvinnu við Belging opnað heimasíðu fyrir kylfinga. Á vefnum geta kylfingar aflað sér upplýsinga um veðurspá fyir helstu golfvelli landsins með meiri nákvæmni en áður hefur þekkst ásamt því að geta bókað rástíma beint af vefnum. Spásvæðin eru einn ferkílómeter. Til viðmiðunar birtir norski veðurvefurinn Yr spár fyrir 16 ferkílómetra svæði.Slóð vefsins er www.golfvedur.isVefurinn verður áfram í þróun og stefnt er að því að bæta við snjallsímavænum vef innan tíðar.Ólafur William Hand upplýsingafulltrúi Eimskipafélagsins Helstu áhugamál okkar íslendinga eru veður og golf. Sjaldan koma tveir íslendingar saman án þess að ræða veðrið og forgjöfina sína. Það var því tilvalið að sameina þessi tvö áhugamál í einum vef. Það er von okkar að vefurinn nýtist kylfingum og verði skemmtileg viðbót fyrir golfsamfélagið.