Nýjar lestarsamgöngur hafa mikla þýðingu fyrir hafnarsvæðið í Maine

10. janúar 2016
Lestir hlaðnar fragt eru farnar að streyma í gegnum New England en þær flytja gáma sem umskipað er í Portland. Þessi nýja þjónusta er afrakstur áralangrar undirbúningsvinnu milli stjórnvalda í Maine og einkafyrirtækja. Markmiðið er að tengja ört vaxandi hafnar og atvinnustarfsemi Portland og Maine við flutninganet NorðurAmeríku ásamt því að efla út og innflutning fá Ameríku til Evrópu um hafnarsvæðið í Portland.Ríkisstjórinn Paul LePage og starfsfólk hanshafa undanfarin ár unnið að því að efla flutninga á svæðinu. Árið 2013 hóf Eimskip að sigla til Portland og opnaðist þá fyrir gámaflutninga milli Portland og Evrópu. Yfirvöld í Portland vörðu 29 milljónum dollara til að byggja upp og nútímavæða hafnaraðstöðuna og var hún stækkuð umtalsvert til að ná alla leið að lestarstöðinni. Ekki einungis er nú mögulegt að umskipa gámum beint í lestirnar úr skipunum heldur einnig af trukkum yfir í lestirnar. Þessi möguleiki gerir það að verkum að nú er hægt að flytja mikið magn af vörum til og frá Norður Ameríku og innan Ameríku á mun hagkvæmari og umhverfisvænni hátt en áður. Maine er ekki lengur endastöð flutninga í NorðurAmeríkuheldur opin gátt til margra mismunandi svæða í heiminum.Gylfi Sigfússonforstjóri EimskipsVið erum mjög bjartsýn að þetta framtak Maine og LePage sé stórt skref í rétta átt. Mikil aukning hefur verið á flutningi milli Evrópu og Ameríku frá því að við hófum að sigla til Portland. Við erum núna með þrjú skip á þessari leið en við vorum einungis með eitt þegar við hófum siglingar til Portland.Sjá umfjöllunhér.