Nýtt húsnæði Eimskips tekið í notkun á Reyðarfirði

11. janúar 2012
Ný starfsmannaðstaða og skrifstofa Eimskips tekin í notkun að Hrauni 4 á Reyðarfirði 7.desember 2012Í þessu húsi verða höfuðstöðvar Eimskipafélagsins á Austurlandi til frambúðar.Hér erum við að flytja starfsmannaðstöðu og skrifstofu þeirra starfsmanna Eimskips sem vinna hér við Mjóeyrarhöfn úr bráðabirgða gámahúsum þar sem við höfum verið undanfarin 5 ½ ár í vandaða og góða framtíðaraðstöðu. Hérna í húsinu er einnig rekið verkstæði sem sinnir m.a. öllu viðhaldi á tækjum Eimskips.Tilkoma ALCOAFjarðaáls hefur skipt miklu máli fyrir samfélagið á Austurlandi. Þannig hafa fjölmörg ný störf skapast á svæðinu sem styrkja allt samfélag á Austurlandi til langrar framtíðar. Hjá Eimskip á Austurlandi vinna nú um 80 starfsmenn sem sinna mjög fjölbreyttum verkefnum í flutningaþjónustu og hafnarvinnu. Hér við Mjóeyrarhöfn koma um 160 flutningaskip árlega og um höfnina fara um 15 milljón tonna af vörum.Eimskip opnaði eigin skrifstofu á Austurlandi á Eskifirði í febrúar 1996 en fram til þess tíma var félagið með net umboðsmanna um allt land. Á sama tíma hóf félagið reglulegar áætlanasiglingar með millilandaskipum frá Reykjavík til Eskifjarðar. Þessi þjónusta hefur nú verið fyrir hendi í rétt tæp 17 áren með henni sköpuðust m.a. möguleikar á beinum vikulegum útflutningi frá Austurlandi til meginlands Evrópu.